Rekstur Árvakurs á réttri leið

Morgunblaðshúsið í Hádegismóum
Morgunblaðshúsið í Hádegismóum mbl.is/ÞÖK

Framlegð (ebitda) af rekstri Árvakurs hf. á árinu 2010 batnaði um 389 milljónir króna frá árinu á undan. Framlegð ársins 2010 var neikvæð um 97 milljónir en var árið 2009 neikvæð um 486 milljónir.

Á þessu ári hafa orðið jákvæð umskipti og framlegð á fyrri hluta ársins er jákvæð um 30 milljónir.

Rekstrartap ársins 2010, að teknu tilliti til afskrifta, nemur 277 milljónum en var til samanburðar 667 milljónir árið 2009. Tap eftir skatta og fjármagnsliði árið 2010 nam 329 milljónum en vegna niðurfellingar skulda frá fyrri eigendum árið 2009 myndast hagnaður það ár að fjárhæð 2,5 milljarðar. Rekstrargjöld lækka á milli áranna 2009 og 2010 um 350 milljónir.

Hlutafé var aukið um 240 milljónir á árinu 2010 til mótvægis við taprekstur ársins 2009 og er eigið fé nú 686 milljónir. „Okkur var í upphafi ljóst að rekstrinum yrði ekki snúið til betri vegar í einu vetfangi en eins og tölurnar sýna þá gerist það nú hægt og bítandi og afkoma af reglulegri starfsemi er orðin jákvæð á fyrri helmingi þessa árs,“ segir Óskar Magnússon, útgefandi Árvakurs. „Áfram verður leitað allra leiða til að styrkja reksturinn, bæði með tekjuaukningu og kostnaðaraðhaldi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert