Ráðuneytið gefið 23 kaupleyfi frá 2007

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.

Frá árinu 2007 hefur innanríkisráðuneytið veitt 23 einstaklingum eða félögum frá löndum utan EES leyfi til að kaupa fasteignir, land eða lóðir hér á landi.

Borgarar frá öðrum EES-ríkjum þurfa ekki sérstakt leyfi til slíkra kaupa hérlendis og ekki er til skrá yfir þau.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að þeir einstaklingar og félög sem fengu leyfi frá ráðuneytinu voru flestir frá Bandaríkjunum eða 13 samkvæmt upplýsingum innanríkisráðuneytisins. Þá voru veitt leyfi til einstaklinga eða félaga frá Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína.

Grímsstaðir á Fjöllum sem Kínverji vill eignast.
Grímsstaðir á Fjöllum sem Kínverji vill eignast.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert