Bera við þagnarskyldu

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Alls voru tæpir 11,8 milljarðar aflandskróna fluttir inn til fjárfestinga hér á landi á síðasta ári. Þetta kom fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um innflutning aflandskróna. Seðlabanki bar við þagnarskyldu vegna annarra liða fyrirspurnarinnar.

Fyrirspurnin hljóðaði svo og var óskað eftir svörum við henni hjá Seðlabanka Íslands sem fer með eftirlit með aflandskrónum:

Hverjir hafa fengið að flytja inn aflandskrónur til fjárfestinga hér á landi og um hvaða fjárhæðir er að ræða? Svar óskast sundurliðað eftir:
    a.      íslenskum einstaklingum,
    b.      erlendum einstaklingum,
    c.      íslenskum fyrirtækjum,
    d.      erlendum fyrirtækjum.

Seðlabanka Íslands segir í svari sínu að bankanum sé ekki heimilt með vísan til þagnarskyldu, sbr. 15. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, að birta upplýsingar um hverjir hafa fengið að flytja inn aflandskrónur sundurliðað eftir fjárhæðum. 

Með hliðsjón af svari seðlabankans sagði efnahags- og viðskiptaráðuneytið ekki mögulegt að svara öllum þeim atriðum sem Vigdís óskaði svara við í fyrirspurn sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert