Viðurkenna rétt námsmanna til almannatrygginga

Sænska þingið. Svíþjóð. Stokkhólmur. Riksdag.
Sænska þingið. Svíþjóð. Stokkhólmur. Riksdag.

Íslenskir námsmenn í Svíþjóð eiga rétt á að fá greiðslur úr sænska almannatryggingakerfinu. Þetta er niðurstaða sænsks stjórnsýsludómstóls en hann úrskurðaði að sænsku tryggingastofnuninni hefði verið óheimilt að neita íslenskum námsmanni og maka hans um fæðingarorlofsgreiðslur með þeim rökum að þau væru ekki tryggð í sænska almannatryggingakerfinu.

Á veg Velferðarráðuneytisins segir Guðbjartur Hannesson dóminn mikilvægan að því leyti að hann hafi fordæmisgildi fyrir Íslendinga í sömu stöðu og námsmennirnir.

Íslenskum námsmönnum hefur verið synjað um ýmsar greiðslur úr almannatryggingakerfinu og fór eitt slíkra mála fyrir dóm en deilt var um fæðingarorlofsgreiðslur. Þar var synjun byggð á því að fólkið teldist ekki með fasta búsetu í Svíþjóð, þó það stundaði þar nám. Sænskur stjórnsýsludómstóll taldi hins vegar að ef litið væri til túlkunar Evrópureglugerðar á hugtakinu, teldist fólkið með fasta búsetu í Svíþjóð og ætti því rétt til greiðslna úr almannatryggingakerfinu.

Þetta kemur fram á vef Velferðarráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert