Fleytt upp í fjöru í Hvalfirði

Hvalveiðiskipin á meðan þau voru bundin við bryggju í Reykjarvíkurhöfn
Hvalveiðiskipin á meðan þau voru bundin við bryggju í Reykjarvíkurhöfn mbl.is/Ómar Óskarsson

Hvalbátunum Hval 6 og Hval 7 hefur verið komið fyrir í fjörunni við Hvalstöðina í Hvalfirði. Þeir hafa ekki verið í notkun í 25 ár og lítið sem ekkert viðhald fengið.

Hvalbátarnir hafa lengið legið við bryggju í Reykjavíkurhöfn.

Dráttarbáturinn Magni dró bátana tvo upp í Hvalfjörð á dögunum. Þar var þeim fleytt upp í fjöru á háflóði, í holu sem grafin hafði verið. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, verkstjóri í Hvalstöðinni, segir að það falli að þeim á flóði.

„Við geymum þá þarna. Það er vel hægt að gera við þá þar, eins og annars staðar,“ segir Gunnlaugur og segir að mögulegt sé að gera bátana upp ef þörf verði fyrir þá við hvalveiðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert