Lætur dreddana fjúka til góðs

Bræðurnir Markús, Aron, Birkir og Elías eru allir saman í ...
Bræðurnir Markús, Aron, Birkir og Elías eru allir saman í hljómsveitinni Tilviljun? Aron hefur safnað dreddum í sjö ár en ætlar að klippa þá af nái hann að safna 100 þúsund kr. til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.

Hárið á Aroni Bjarnasyni er mikil höfuðprýði. Hann hefur safnað dreddum í sjö ár en ætlar nú að láta þessa miklu lokka fjúka fyrir gott málefni. „Dreddarnir látnir fjúka til góðs!“ er yfirskrift söfnunar sem Aron hefur efnt til í gegnum samskiptasíðuna Facebook.

Hann hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til að sporna við þeirri miklu hungursneyð sem er í austur hluta Afríku og ætlar að klippa af sér dreddlokkana ef hann nær að safna hundrað þúsund krónum. Peningarnir renna beint til Hjálparstarfs kirkjunnar, sem er með neyðaraðstoð á svæðinu.

„Þetta byrjaði þannig að ég og hljómsveitin sem ég er í, sem heitir Tilviljun?, ákváðum að halda styrktartónleika sem fara fram á sunnudaginn. Síðan datt mér bara í hug, því ég hef svolítið verið að pæla í að klippa mig, að nýta tækifærið og reyna að safna pening í leiðinni. Ég og bræður mínir þrír sem eru með mér í hljómsveitinni bjuggum í Eþíópíu í átta ár svo þetta stendur okkur nær. Foreldrar okkar voru kristniboðar og með hjálparstarf þar,“ segir Aron.

Söfnunin hófst síðasta sunnudag og stendur í viku. Viðbrögðin hafa verið góð að sögn Arons sem er viss um að upphæðin verði komin í hundrað þúsund þegar þetta viðtal birtist. Hann segir að nú sé tækifærið fyrir þá sem finnst hárgreiðslan hans ljót að taka upp veskið og leggja sitt af mörkum. Hann hefur efnt til svolítillar keppni í kringum söfnunina, þeir sem vilja að hann losi sig við hárið eiga að skrifa Hár í athugasemd þegar lagt er inn á reikninginn en þeir sem vilja að hann haldi því skrifa Halda.

Á hann ekki eftir að sjá eftir hárinu? „Dreddarnir eru mikill partur af mér svo það verður líklega sjokk að losna við þetta en það er mikil huggun að vita að maður er að styrkja gott málefni. Eldri bróðir minn er líka með dredda, hann var að segja að ef heildarsöfnunin kæmist upp í milljón þá myndi hann klippa sig líka,“ segir Aron. Hann á líka tvo yngri bræður með dredda. „Við erum fjórir bræður á aldrinum 14 til 23 ára og allir með dredda. Við eldri bræðurnir erum búnir að vera með þetta í sjö ár en þeir yngri bara í tvö ár og ekki tilbúnir að klippa þá af sér,“ segir Aron en það var systir þeirra bræðra sem gerði dreddana í þá.

Þið eruð ekki ein

Styrktartónleikar vegna hungursneyðar í Austur-Afríku fara fram sunnudag 11. september kl. 20 í Fíladelfíu, Hátúni 2, í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Þar leika hljómsveitin Tilviljun?, tónlistarmaðurinn Pétur Ben og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og rennur óskiptur til neyðarhjálparinnar í Afríku.

Þeir sem vilja styrkja hársöfnun Arons eða Hjálparstarf kirkjunnar geta millifært inn á reikning hjálparstarfsins; Reikningsnr: 0334-26-886 og kt: 4506700499. „Markmiðið með tónleikunum er að safna hálfri milljón og markmið mitt með hárinu er að safna hundrað þúsundum. Fyrir 500.000 kr. getur þú keypt korn fyrir 2000 manns í þrjá mánuði svo þetta framtak okkar á vonandi eftir að framfleyta mörgum,“ segir Aron.

Innlent »

Frítt að pissa í Hörpu

15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
07 Caddy life 1,9 dísel til sölu
5 manna dísel með dráttarkrók og þakbogum ekin 191500 km, bíll í góðu standi u...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...