Lætur dreddana fjúka til góðs

Bræðurnir Markús, Aron, Birkir og Elías eru allir saman í ...
Bræðurnir Markús, Aron, Birkir og Elías eru allir saman í hljómsveitinni Tilviljun? Aron hefur safnað dreddum í sjö ár en ætlar að klippa þá af nái hann að safna 100 þúsund kr. til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.

Hárið á Aroni Bjarnasyni er mikil höfuðprýði. Hann hefur safnað dreddum í sjö ár en ætlar nú að láta þessa miklu lokka fjúka fyrir gott málefni. „Dreddarnir látnir fjúka til góðs!“ er yfirskrift söfnunar sem Aron hefur efnt til í gegnum samskiptasíðuna Facebook.

Hann hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til að sporna við þeirri miklu hungursneyð sem er í austur hluta Afríku og ætlar að klippa af sér dreddlokkana ef hann nær að safna hundrað þúsund krónum. Peningarnir renna beint til Hjálparstarfs kirkjunnar, sem er með neyðaraðstoð á svæðinu.

„Þetta byrjaði þannig að ég og hljómsveitin sem ég er í, sem heitir Tilviljun?, ákváðum að halda styrktartónleika sem fara fram á sunnudaginn. Síðan datt mér bara í hug, því ég hef svolítið verið að pæla í að klippa mig, að nýta tækifærið og reyna að safna pening í leiðinni. Ég og bræður mínir þrír sem eru með mér í hljómsveitinni bjuggum í Eþíópíu í átta ár svo þetta stendur okkur nær. Foreldrar okkar voru kristniboðar og með hjálparstarf þar,“ segir Aron.

Söfnunin hófst síðasta sunnudag og stendur í viku. Viðbrögðin hafa verið góð að sögn Arons sem er viss um að upphæðin verði komin í hundrað þúsund þegar þetta viðtal birtist. Hann segir að nú sé tækifærið fyrir þá sem finnst hárgreiðslan hans ljót að taka upp veskið og leggja sitt af mörkum. Hann hefur efnt til svolítillar keppni í kringum söfnunina, þeir sem vilja að hann losi sig við hárið eiga að skrifa Hár í athugasemd þegar lagt er inn á reikninginn en þeir sem vilja að hann haldi því skrifa Halda.

Á hann ekki eftir að sjá eftir hárinu? „Dreddarnir eru mikill partur af mér svo það verður líklega sjokk að losna við þetta en það er mikil huggun að vita að maður er að styrkja gott málefni. Eldri bróðir minn er líka með dredda, hann var að segja að ef heildarsöfnunin kæmist upp í milljón þá myndi hann klippa sig líka,“ segir Aron. Hann á líka tvo yngri bræður með dredda. „Við erum fjórir bræður á aldrinum 14 til 23 ára og allir með dredda. Við eldri bræðurnir erum búnir að vera með þetta í sjö ár en þeir yngri bara í tvö ár og ekki tilbúnir að klippa þá af sér,“ segir Aron en það var systir þeirra bræðra sem gerði dreddana í þá.

Þið eruð ekki ein

Styrktartónleikar vegna hungursneyðar í Austur-Afríku fara fram sunnudag 11. september kl. 20 í Fíladelfíu, Hátúni 2, í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Þar leika hljómsveitin Tilviljun?, tónlistarmaðurinn Pétur Ben og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og rennur óskiptur til neyðarhjálparinnar í Afríku.

Þeir sem vilja styrkja hársöfnun Arons eða Hjálparstarf kirkjunnar geta millifært inn á reikning hjálparstarfsins; Reikningsnr: 0334-26-886 og kt: 4506700499. „Markmiðið með tónleikunum er að safna hálfri milljón og markmið mitt með hárinu er að safna hundrað þúsundum. Fyrir 500.000 kr. getur þú keypt korn fyrir 2000 manns í þrjá mánuði svo þetta framtak okkar á vonandi eftir að framfleyta mörgum,“ segir Aron.

Innlent »

Hundar sýndu sínar bestu hliðar

19:52 Veðrið lék við hunda og menn á túninu við Reiðhöll Fáks í Víðidal um helgina er fram fór þreföld hundasýning. Yfir 1.400 hundar voru skráðir til keppni og af 94 tegundum. Meira »

Finnur til með skipstjóranum

19:51 Kan­adamaður­inn Michael Boyd, sem missti eig­in­konu sína í hörmu­legu slysi við Jök­uls­ár­lón fyrir tveimur árum, segist finna til með skipstjóra hjólabátsins sem ók yfir hana. Meira »

Gert til að tryggja framkvæmd

19:25 „Það fá allir að tala við þá sem þeir þurfa að tala við hér á landi og hann fékk líka að gera það,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem fer fyrir stoðdeild ríkislögreglustjóra. Þar vísar hann í mál nígerísks manns sem vísað var úr landi fyrir helgi. Meira »

App sem minnir á hreyfingu

18:30 Nýtt íslenskt app hjálpar kyrrsetufólki að muna eftir því að standa upp og hreyfa sig.  Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás í Krónunni

18:15 Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi karl­mann á föstudag í fimm mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás í verslun Krónunnar á Granda í júní í fyrra. Að því er fram kemur í dómnum réðst maðurinn á brotaþola, sem hann segir hafa beitt unnustu sína kynferðisofbeldi. Meira »

Dúxaði með 10 í meðaleinkunn

18:10 Árni Freyr Gunnarsson útskrifaðist í gær með BS-próf í stærðfræði frá Háskóla Íslands, en meðaleinkunn hans er 10. „Þú þarft bara að svara rétt og ég ákvað það bara snemma að ég ætlaði alltaf að svara rétt og það tókst,“ segir Árni. Meira »

Mikil tilþrif í stígvélakastinu

16:06 Landsmóti UMFÍ 50+ var slitið í Hveragerði um miðjan dag í dag að lokinni keppni í hinni landsfrægu keppni í stígvélakasti.  Meira »

Máttu búast við uppsögnunum

17:29 „Auðvitað er þetta leiðinlegt fyrir þá sem í því lenda, en þeir ráða sig vitandi að þetta sé líklega það sem gerist,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um uppsagnir að minnsta kosti 115 flugmanna hjá félaginu. Meira »

Fluttur með þyrlu eftir vélhjólaslys

16:06 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna bifhjólaslyss sem varð á veginum milli Reykholts og Flúða.   Meira »

Mokuðu 70 tonnum af leðju úr húsi

14:51 Búið er að moka leðjunni út úr húsinu að Strandavegi 27 á Seyðisfirði en húsið fylltist af leðju þegar aurskriða féll nærri húsinu í gærmorgun. Miklir vatnavextir voru á Austfjörðum fyrir helgi og er ástandið verst á Seyðisfirði. Meira »

Tilkynnt um kajak á hvolfi

12:36 Töluvert mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var við Skerjafjörðinn í Reykjavík eftir að tilkynning barst um að kajak hefði sést á hvolfi úti á firðinum. Meira »

Gekk einfættur á Hvannadalshnjúk

12:35 Ragnar Hjörleifsson er einn fjölmargra sem undanfarið hafa gengið á hæsta tind landsins, sjálfan Hvannadalshnjúk í Vatnajökli. Það væri varla í frásögur færandi nema vegna þess að Ragnar notast við gervifót. Hann missti hægri fótinn fyrir neðan hné í slysi fyrir 40 árum. Meira »

Kaldir að segja fjölda flugmanna upp

12:20 „Við erum náttúrulega orðnir langþreyttir á þessu ástandi. Við höfum búið við þetta árum saman, að flugfélagið segir upp fólki á veturna vegna árstíðarsveiflu og vorum nú að vonast eftir því að í þetta skiptið myndi draga úr þessu því það er mikil eftirspurn eftir flugmönnum.“ Meira »

Rýnt í samskipti foreldra og skóla

11:00 „Mæður hafa borið hitann og þungann af samskiptum við skólasamfélagið, þær eru sýnilegri inn í skólunum og í samskiptum við kennara,“ segir lektor við Hí sem vinnur brautryðjendarannsókn á sviði menntavísinda á því með hvaða hætti kyn og stétt mæðra og feðra spilar saman þegar kemur að samskiptum foreldra við skóla barna sinna. Meira »

Hlýjast vestanlands í dag

07:18 Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera ráð fyrir norðaustlægri eða breytilegri átt, yfirleitt 3-8 metrum á sekúndu en heldur hvassari úti við austurströndina í fyrstu. Meira »

Fróðleikur á Fallbyssuhæð

11:30 „Öskjuhlíðin var mikilvægur staður þegar kom að því að verja borgina fyrir Þjóðverjum. Þaðan var hægt að beina fallbyssum til dæmis að höfninni, enda var líklegast að óvinaher færi þangað inn ef til innrásar kæmi,“ segir Friðþór Eydal. Meira »

„Eitthvað sem má ekki nefna“

10:29 Tímaritið ÓNEFNA er frumraun þriggja ljósmyndara til blaðaútgáfu, en tímaritið leggur áherslu á jákvæða líkamsímynd. „Okkur langaði að gera blað sem við hefðum viljað stelast í þegar við vorum unglingar.“ Meira »

Spáð áframhaldandi úrkomu

Í gær, 22:24 Skúrir verða norðaustantil á landinu á morgun og einnig sunnanlands samkvæmt veðurhorfum næsta sólarhringinn. Vindur verður norðaustlægur eða breytilegur, yfirleitt 3-8 metrar á sekúndu, en heldur hvassari vestanlands og úti við austurströndina. Meira »

Wow Cyclothon

Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Par á mynd 14k með 3x1p demöntum verð 133.900,- Sérsmíði, fjöldaframleiðsla og ...
Yaris Hybrid 2012
Til sölu Yaris Hybrid 2012, ekinn 43000 km. Einn eigandi. Nýtt í bremsum. Verð 1...
Toyota Avensis 2014
Toyota Avensis, skráður 10/2014 en aðeins ekinn 34000 km, 1800cc sjálfskiptur, ...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...