Útilokar ekki neitt

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, segir að margir hafi rætt við sig um að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum en hún hafi enga ákvörðun tekið. Henni beri þó skylda til að hugleiða það.  

Hanna Birna segist ekki útiloka að hún gefi kost á sér til frekari trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn í framtíðinni. Hún segist hins vegar ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um hvort það gerist á landsfundi flokksins, sem haldinn verður í nóvember.

„Það er hárrétt að margir hafa rætt við mig og mér finnst þess vegna að mér beri skylda til þess að hugleiða málið alvarlega. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem það er gert. Ég vil starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og mig langar til að gera góða hluti fyrir samfélagið allt. Þess vegna vil ég ekki útiloka neitt,“ segir Hanna Birna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert