Enginn krafðist kosninga

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Ekki kom fram krafa á vettvangi Samfylkingarinnar áður en tilskilinn frestur rann út, um að fram færi allsherjaratkvæðagreiðsla um formann flokksins fyrir landsfundinn, sem haldinn verður 21. til 23. október.

Skv. lögum flokksins þarf krafa um formannskosningar að koma fram ekki síðar en 45 dögum fyrir boðaðan landsfund. Sá frestur rann út sl. þriðjudag.

Kosningar um forystu Samfylkingarinnar til næstu tveggja ára fara því fram á landsfundinum sjálfum. Þær upplýsingar fengust innan Samfylkingarinnar að ekki hefði frést af neinum framboðum gegn núverandi forystu. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í viðtali við DV í vor að hún ætlaði að gefa kost á sér áfram sem formaður Samfylkingarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert