Ríkisstjórnin með 26% fylgi

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 26% þjóðarinnar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. 74% aðspurðra eru andvíg ríkisstjórninni.

Í frétt Stöðvar 2 kom fram að nánast enginn munur er á milli afstöðu kynjanna til stjórnarinnar.

Í könnun sem gerð var í apríl nutu ríkisstjórnarflokkarnir stuðnings 43% þjóðarinnar.

Innan við helmingur þátttakenda tók afstöðu til spurningar um hvað þeir ætluðu að kjósa í næstu þingkosningum. Um helmingur sagðist óákveðinn, ætla að skila auðu eða vildi ekki svara.

Af þeim sem svöruðu sögðu tæp 14% að þeir myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm 50% Sjálfstæðisflokkinn, um 1% Hreyfinguna, tæp 23% Samfylkinguna og um 12% Vinstri-græna.

Um símakönnun var að ræða og var úrtakið 800 manns. Var könnunin gerð í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert