6,7% atvinnuleysi í ágúst

Skráð atvinnuleysi í ágúst var 6,7% en að meðaltali voru 11.294 manns atvinnulausir í ágúst. Fækkaði atvinnulausum um 129 að meðaltali frá júlí en hlutfallstala atvinnuleysis hækkaði hinsvegar um 0,1 prósentu vegna árstíðasveiflu í áætluðu vinnuafli.

Fram kemur á vef Vinnumálastofnunar að atvinnuleysið var 7,7% á höfuðborgarsvæðinu en 5% á landsbyggðinni. Mest var það á Suðurnesjum 10,4%, en minnst á Norðurlandi vestra 2,2%. Atvinnuleysið var 6,5% meðal karla og 7% meðal kvenna.

Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í september minnki lítið eitt eða standi í stað og verði á bilinu 6,5% ‐ 6,8%.

Vefur Vinnumálastofnunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert