Vegagerðin sögð bjóða smánarbætur

Rútan á kafi í Múlakvísl. 19 manns var bjargað eftir …
Rútan á kafi í Múlakvísl. 19 manns var bjargað eftir að bíllinn festist í ánni. mbl.is/Bárður

„Það er komið tilboð frá Vegagerðinni upp á þrjú hundruð þúsund, það á að bæta tjónið á rútunni og vinnutapið. Það er smánarlegt að svona fyrirtæki láti sér detta í hug að nefna þessa tölu. Mér finnst skömm að þessu.“

Svo mælir Björn Sigurðsson bílstjóri sem ók sérútbúnu rútunni sem festist í Múlakvísl 13. júlí síðastliðinn. Sautján farþegar, flestir erlendir, voru um borð og tveir bílstjórar. Farþegar klifruðu út um glugga og upp á þak rútunnar og þaðan komust allir heilu og höldnu yfir á annan flutningabíl.

Áin gróf undan rútunni sem hallaðist upp í strauminn og fór á mikið kaf. Hún hefur verið ónothæf síðan. Vegagerðin fékk Björn til að ferja fólk yfir ána eftir að brúin yfir Múlakvísl fór í jökulhlaupi. Vegagerðin sagði upp samningnum við Björn í kjölfar óhappsins.

Það fóru matsmenn frá Sjóvá og Bifreiðaskoðun til Víkur á föstudaginn fyrir okkur og eru að meta tjónið á bílnum. Ég á eftir að fá í hendurnar hvað matið verður en lauslega reiknað geri ég ráð fyrir að reikningurinn fyrir viðgerðinni sé um 4,6 milljónir króna. Svo Vegagerðin er að bjóða brotabrot af væntanlegum kostnaði,“ segir Björn og bætir við að Vegagerðin sjái ekki sína ábyrgð í málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert