Segir ummælin óviðeigandi

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. mbl/Ómar

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði á þingfundi sem hófst kl. 15 að ummæli sem Björn Valur Gíslason alþingismaður lét falla í morgun um forseta Íslands væru óviðeigandi og bað hann og aðra þingmenn að gæta orða sinna.

Björn Valur talaði um „forsetaræfilinn“ í ræðu sinni. Ásta Ragnheiður sagði að ummælin hefðu verið óviðeigandi. Hún hefði ekki veitt þessum ummælum athygli þegar þau féllu því oft væru miklar annir í forsetastóli. Hún sagðist ekki ætla að endurtaka þessi ummæli og hún vítti ekki þingmanninn, en í 78. gr. þingskaparlaga segir að forseti skuli víta þingmenn ef hann „talar óvirðulega um forseta Íslands“.

Talaði um „forsetaræfilinn“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert