Tapar eignum sínum í þriðja sinn

Guðbjartur Hannessonþ
Guðbjartur Hannessonþ

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði í umræðum á Alþingi um afskriftir banka og fjármálastofnana á skuldum heimilanna, að í hruninu hefði hann í þriðja sinn á ævinni gengið í gegnum þá reynslu að tapa nánast öllum sínum eigum.

„Ég sem er kominn á sjötugsaldurinn er að fara í gegnum það í þriðja skipti að tapa meira og minna þeim eignum sem ég átti. Það er umhugsunarefni hvers vegna á því hefur staðið og hvernig við ætlum að bregðast við því til langs tíma, að við lendum í þessu reglulega,“ sagði Guðbjartur.

Verið var að ræða um afskriftir banka og fjármálastofnana á skuldum heimilanna að ósk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.

Guðbjartur sagði síðar í umræðunni, að ástandið væri að mörgu leyti ótrúlegt og fórnardýrin væru mörg. Verkefni stjórnvalda væri að reyna að leysa fólk úr þeim vanda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert