Íhuga að funda við setningu Alþingis

Lögreglan standa heiðursvörð við þingsetningu.
Lögreglan standa heiðursvörð við þingsetningu. mbl.is

Lögreglumenn íhuga nú að boða til félagafundar hinn 1. október næstkomandi á sama tíma og setning Alþingis fer fram. Þetta staðfestir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.

Mikil spenna myndaðist á Austurvelli við setningu Alþingis á síðasta ári, þegar hundruð mótmælenda söfnuðust þar saman. Eggjum og mjólkurvörum var kastað, eldar voru kveiktir og var lögregla með mikinn viðbúnað. Talið er að þá hafi nær eitt hundrað lögreglumenn, þar með talið sérsveitarmenn, staðið vaktina.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Snorri ekki halda að félagafundurinn muni hafa áhrif á gæsluna á Austurvelli. „Lögreglumenn munu sinna sínum störfum en hversu margir verða tiltækir til vinnu veit ég ekki, þetta er jú laugardagur sem er frídagur margra lögreglumanna.“

Lögreglumenn bíða nú úrskurðar gerðardóms sem von er á undir mánaðamótin en djúpstæður ágreiningur er um launaliði að sögn Snorra.

Nær hundrað manna lögreglulið þurfti að eiga við mótmælendur við …
Nær hundrað manna lögreglulið þurfti að eiga við mótmælendur við setningu Alþingis í fyrra. mbl.is/Ómar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert