Milljarða tjón vegna hryðjuverkalaga

Hryðjuverkalög Breta ollu milljarðatjóni.
Hryðjuverkalög Breta ollu milljarðatjóni. Arnaldur Halldórsson

Í skýrslu, sem fjármálaráðuneytið hefur birt, kemur fram að beint tjón, vegna þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbankans, hafi verið á bilinu tveir til níu milljarðar króna og líklegasta gildið sé um 5,2 milljarðar fyrir fyrirtækin í landinu.

Ráðuneytið segir, að þetta mat sé óvissu háð auk þess sem fleira kemur til en beiting hryðjuverkalaganna af hálfu Breta.

Flest bendi til þess að óbeint tjón sé mun hærra og líklegt sé að laskað orðspor íslensks efnahagslífs og þar með íslenskra fyrirtækja hafi langmest tjón í för með sér. Hver þáttur beitingar hryðjuverkalaganna hafi verið og sé á orðsporið og hversu langan tíma taki að vinna orðsporið til baka sé nær ómögulegt að meta.

Skýrslan var gerð að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsoar og fleiri alþingismanna.  

Skýrslan í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert