Aukinn launamunur kynjanna skelfileg þróun

Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Pétur H. Blöndal alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Þetta er skelfileg þróun. Launamunur kynjanna meiðir réttlætiskennd fólks (dætur okkar, systur og mæður eiga minni séns), drepur niður frumkvæði og dugnað (þetta þýðir ekkert!) og skaðar efnahagslífið (lakari einstaklingur ráðinn),“ segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag.

Samkvæmt launakönnun SFR stéttarfélags sem greint var frá hér á mbl.is í morgun hefur launamunur kynjanna aukist frá því á síðasta ári eftir að hafa minnkað á milli áranna 2009 og 2010. Launamunurinn í ár mælist 13,2% samkvæmt könnuninni en var á síðasta ári 9,2%.

Pétur varpar að lokum fram þeirri spurningu í skrifum sínum á Facebook hver sé forsætisráðherra og fyrrverandi jafnréttisráðherra og svarar síðan eigin spurningu.

Facebook-síða Péturs H. Blöndals

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert