Ísland er best fyrir konur

Newsweek gefur Íslandi góða einkunn í jafnréttismálum.
Newsweek gefur Íslandi góða einkunn í jafnréttismálum. mbl.is/Eggert

Ísland er besta land í heimi fyrir konur. Þetta er mat bandaríska tímaritsins Newsweek sem leggur mat á hvar konur hafi það best út frá sex skilgreindum mælikvörðum. Ísland fær hæstu meðaleinkunn.

Ísland fær 100 stig þegar lagt er heildarmat á hvar best er fyrir konur að búa. Ísland fær einkunnina 100 í dómsmálum, 90,5 stig í heilbrigðismálum, 96,7 stig í menntamálum, 88 stig í efnahagsmálum og 92,8 stig í stjórnmálum.

Svíþjóð kemur næst á eftir Íslandi yfir þau lönd sem eru best fyrir konur. Í þriðja sæti er Kanada, þá koma Danmörk, Finnland, Sviss, Noregur, Bandaríkin, Ástralía og Holland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert