Hyggja á framboð til Alþingis

Guðmundur Steingrímsson og Birkir Jón Jónsson, fyrrum samherji.
Guðmundur Steingrímsson og Birkir Jón Jónsson, fyrrum samherji. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk í samstarfi við Besta flokkinn, að því er fréttastofa RÚV greindi frá. Stefnt er að framboði í næstu þingkosningum.

Morgunblaðið greindi frá því á föstudag að Guðmundur hefði að undanförnu átt í viðræðum við ákveðna fulltrúa Besta flokksins og ákveðna meðlimi úr stjórnlagaráði um hugsanlega stjórnmálasamvinnu á landsvísu.

Þá voru þessar umræður ekki langt á veg komnar, skv. heimildum blaðsins, og þegar Morgunblaðið spurði Guðmund Steingrímsson um málið á fimmtudag, þ.e. hvernig viðræðurnar gengju, vildi hann hvorki játa því né neita að slíkar viðræður stæðu yfir. Hann sagði ótímabært að tjá sig um málið.

Guðmundur sagði sig úr Framsóknarflokknum í lok ágúst. Hann sagði þá í samtali við Morgunblaðið að hann teldi þörf á nýju stjórnmálaafli hér á landi. „Það er ekki rétt að ég sé á leiðinni í Samfylkinguna á nýjan leik. Ég held að ég eigi samleið með frjálslyndu fólki úr Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og raunar einnig að hluta til úr Vinstri grænum,“ sagði Guðmundur m.a.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert