Léttskýjað á höfuðborgarsvæðinu

Hæg austan- og síðan norðanátt,  3-8 m/s, verður á landinu í dag. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 5 til 13 stig að deginum. Norðvestan 8-15 og rigning allra austast í nótt.

Á höfuðborgarsvæðinu verður 3-8 sekúndumetra norðanátt og léttskýjað að mestu. Hiti 7 til 13 stig.

Um 250 km suður af Vestmannaeyjum er víðáttumikil, 978 mb lægð sem þokast austnorðaustur.

Á morgun, fimmtudag, er útlit fyrir vestlæga eða breytilega átt, 3-10 m/s. Rigning og síðan skúrir norðanlands en annars skýjað með köflum. Hiti 5 til 12 stig að deginum, hlýjast sunnanlands.

Klukkan þrjú í nótt var suðaustlæg eða breytileg átt á landinu, 3-9 m/s. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Kaldast var 2 stiga frost á Brú á Jökuldal en hlýjast 9 stiga hiti á Garðskagavita.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert