Vandræðin í Evrópu geta haft áhrif á áhuga Íslendinga

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Kristinn

Efnahags- og fjármálavandræðin í Evrópu geta grafið undan áhuga Íslendinga á því að ganga í Evrópusambandið, segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í viðtali við AFP fréttastofuna í dag.

Hún segist í viðtalinu vonast til þess að erfitt ástand í Evrópu vari stutt og að álfan vinni sig út úr vandanum.

Á sama tíma og mörg ríki Evrópu glími við efnahags- og fjármálavanda sé Ísland að vinna sig út úr kreppunni.

Jóhanna segir að Ísland sé ágætlega varið gegn alþjóðlegu kreppunni. Margt hafi verið gert til þess að bæta stöðuna hér, meðal annars með því að draga úr skuldum hins opinbera, vanda sem margar Evrópuþjóðir glíma nú við. Hins vegar geti óstöðugleiki líkt og sá sem er á alþjóðlegum fjármálamörkuðum haft áhrif á Ísland, einkum og sér í lagi ef hann dregst á langinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert