Skuldir sliga Hafnarfjörð

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði.

Skuldir Hafnarfjarðarbæjar eru að sliga bæjarfélagið. Bæjaryfirvöld eru nú í samningaviðræðum við lífeyrissjóði og Landsbankann um endurfjármögnun 14 milljarða skulda sem skilanefnd írsk-þýska bankans DePfa hefur gjaldfellt á bæjarsjóð.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er rætt um 5,5% vexti og verðtryggingu í þeim viðræðum, sem myndi reynast bæjarsjóði gífurlega kostnaðarsöm endurfjármögnun, ef af yrði.

Í umfjöllun um skuldir Hafnarfjarðar í blaðinu í dag segir, að slík endurfjármögnun væri um 200 punktum yfir fjármögnun hjá ríkinu og um 160 punktum yfir nýlegu skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar. Þetta hefði það í för með sér að Hafnarfjarðarbær þyrfti að greiða á bilinu 1,4 til 1,6 milljarða á ári, bara í vexti af endurfjármögnuninni. Þá eru ótaldar vaxtagreiðslur af öðrum lánum bæjarins.

Sérfróðir viðmælendur Morgunblaðsins draga greiðslugetu bæjarfélagsins stórlega í efa og telja að bæjarfélagið sé nánast komið í þrot, hvort sem sú leið verður farin að neita að borga DePfa, eins og ákveðnir Hafnfirðingar hafa talað fyrir, eða að samið verði um hina kostnaðarsömu endurfjármögnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert