Opinn fundur um aðildarumsókn

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, og Herjan, félag stúdenta gegn ESB-aðild hafa boðað til opins málfundar um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

„Við erum að halda þennan fund í ljósi þess að fjöldi fólks hefur skráð sig á skynsemi.is í þeim tilgangi að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði lögð til hliðar. Við teljum nauðsynlegt að hafa opinskáa og fordæmalausa umræðu um málið,“ segir Gunnlaugur Snær Ólafsson, talsmaður Heimssýnar. 

Fundurinn fer fram í Lögbergi í húsakynnum Háskóla Íslands, stofu 102 klukkan 12:00 á miðvikudaginn. Frummælendur verða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður utanríkismálanefndar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert