Efast um rétt sé að viðurkenna Palestínu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

„Ég hef efasemdir um að þetta sé skynsamlegt á þessum tímapunkti,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um hugmyndir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að Ísland viðurkenni fullveldi Palestínu.

Bjarni sagði að Össur hefði kynnt þetta í utanríkismálanefnd. „Ísland hefur fram til þessa stutt það sem kallað hefur verið tveggja ríkja lausn. Það er ekki að ástæðulausu að fæst Evrópusambandsríkjanna hafa verið tilbúin til að stíga þetta skref. Það er algert meginatriði varðandi aðkomu annarra ríkja þessari deilu, að það sem menn gera sé til þess fallið að þoka málum í átt til samkomulags og friðar á svæðinu. Miða við hvernig málið hefur verið lagt fyrir hef ég ekki sannfærst um að þetta sé til þess fallið sérstaklega,“ segir Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert