Birtir tölvupóstsamskipti

Birgir Jónsson
Birgir Jónsson

Birgir Jónsson, sem í gær sagði af sér sem forstjóri Iceland Express eftir að hafa starfað í 10 daga, birtir í dag tölvupóstsamskipti, sem hann átti við Pálma Haraldsson, aðaleiganda félagsins.

Fram hefur komið að Birgir vildi ráða sambýliskonu sína til starfa hjá fyrirtækinu og að það hefði stjórn Iceland Express ekki viljað samþykkja.

Birgir segir póstsamskipti á milli sín og Pálma Haraldssonar, aðaleiganda félagsins, frá síðustu helgi sýna að Pálmi hafi lýst sig samþykkan ráðningunni. Hann hafi bætt við á stjórnarfundi í Lundúnum,  „að það finnist ekki frambærilegri kona á landinu til að gegna þessari stöðu". Birgir segir að engin ákvörðun hafi þó verið tekin af hennar hálfu um að koma til starfa hjá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert