Heyra utan að sér um símhleranir

mbl.is/Ómar

Sérstakur saksóknari hefur í rannsóknum sínum óspart beitt símhlerunum, og voru tilvikin komin vel á annað hundrað fyrr á þessu ári.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur borið við að upptökur hafi verið leiknar fyrir aðra en ræða saman í viðkomandi símtölum og án þeirra vitneskju. Þá hafi menn heyrt utan að sér að símar þeirra séu hleraðir vegna slíkra atvika við skýrslutökur.

„Ákveðnar reglur liggja fyrir um það hvernig viðkomandi er tilkynnt þetta. En það er hins vegar mat rannsóknaraðilans í hvaða röð aðilar sem varða efni símtalsins eru teknir fyrir. Þar af leiðandi er tæknilega mögulegt að ekki séu allir látnir vita á sama tímamarkinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag og tekur fram að hann geti ekki tjáð sig um einstök mál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert