Fólk streymir á Austurvöll

Margir eru þegar komnir á Austurvöll.
Margir eru þegar komnir á Austurvöll. mbl.is/Júlíus

Fólk er byrjað að streyma á Austurvöll en þar eiga að hefjast svonefndir samstöðutónleikar klukkan 10 og standa til klukka 15. Þingsetningaathöfn hefst klukkan 10:30 þegar forseti Íslands, biskup, þingmenn og aðrir gestir ganga úr Alþingishúsinu í Dómkirkjuna.

Búið er að girða Alþingishúsið og Dómkirkjuna af með sérstakri girðingu. Lögreglan er með mikinn viðbúnað á svæðinu.

mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert