Jarðskjálfti í Kötlu

Sigkatlasvæðið í Mýrdalsjökli.
Sigkatlasvæðið í Mýrdalsjökli. Ljósmynd/Erik Sturkell

Allsnarpur jarðskjálfti varð í Mýrdalsjökli í morgun. Sjálfvirk mæling gaf til kynna að skjálftinn hefði verið 3 af stærð, en að sögn Evgeniu Ilyinskaya jarðskjálftafræðings reyndist skjálftinn vera um 2 af stærð.

Hún sagði að skjálftinn hefði verið stakur og ekkert óvenjulegur. Það væru búnir að vera jarðskjálftar víða í Kötluöskjunni síðustu vikurnar og ekkert bendi til að neitt óvenjulegt sværi á ferðinni.

Evgenia sagði að einn sjálfvirkur mælir hefði verið að gefa ónákvæmar mælingar að undanförnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert