Lækkar bensín um 3,40 krónur

Orkan hefur lækkað verð á bensíni um 3,40 krónur lítrann niður í 228,9 krónur og dísilolíu um 1 krónu í 231,3 krónur. 

Félagið segir að ástæða lækkunarinnar sé lækkun á heimsmarkaðsverði en bensínverð þar hafi  lækkað mun meira en dísilolía að undanförnu.   

Önnur félög hafa ekki breytt eldsneytisverði enn sem komið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert