Vilja atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. Reuters

Lögð hefur verið fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu „um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins“. Felur hún í sér að innanríkisráðherra verði gert að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Kosið yrði ekki síðar en 1. mars 2012.

Fyrsti flutningsmaður er Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, og með henni eru þau Ásmundur Einar Daðason og tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks, þeir Pétur H. Blöndal og Árni Johnsen.

Um er að ræða óbreytta tillögu sem flutt var á síðasta þingi.

Tillagan í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert