Árni Páll: Vill afskrifa meira en minna

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segist vilja hvetja til afskrifta skulda á heimili og fyrirtæki í landinu. „Ég hefði viljað að það væri afskrifað meira en minna. Alveg sama hvort það eru heimili eða fyrirtæki,“ sagði Árni á opnum fundi í efnhags- og viðskiptanefnd í dag.

„Það skiptir málið að bankar afskrifi hratt. Ef við gefum þeim afsökun að afskrifa ekki á fyrirtæki þá erum við líka að gefa þeim afsökun fyrir að afskrifa ekki á heimili. Við erum þá að segja þeim að það sé jákvætt að bíða,“ sagði Árni.

Það sé sitt mat að hafa kerfið með þeim hætti að það hvetji til mikilla afskrifta. „Því íslenskt þjóðarbú mun þurfa að bera þessar skuldir ef þær eru ekki afskrifaðar. Þetta er einstakt tækifæri sem við höfum núna til láta kröfuhafa bankanna bera kostnaðinn af lækkun skuldastöðu þjóðarbúsins. Og við eigum að nýta það,“ sagði Árni ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert