Sigraði uppfinningasamkeppni

Valdimar Össurarson.
Valdimar Össurarson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Valdimar Össurarson hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri uppfinningasamkeppni, International Inventors Award 2011, fyrir uppfinningu sína er nefnist Valorka hverflana. Verðlaunin voru afhent í Stokkhólmi síðastliðinn miðvikudag og hljóðuðu upp á 300.000 sænskar krónur sem er um 5,2 milljónir ísl.kr. Verðlaunin  verða nýtt í áframhaldandi þróunarstarf á Valorku hverflinum.

Verðlaunasamkeppni IFIA, Alþjóðasamtaka hugvitsmanna, var að þessu sinni beint að uppfinningum á sviði endurnýjanlegrar orku og umhverfisverndar.  Á heimasíðu Valorku segir að dómnefnd hafi talið  Valorka hverfilinn vera raunhæfustu og framsæknustu hugmyndina að þessu sinni og kom fram við verðlaunaafhendinguna að með henni sé að öllum líkindum rudd braut á nýju sviði orkuöflunar. 

Heimasíða Valorku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert