Kostnaðarsöm ljósaperuskipti

Peruskiptin kosta sitt.
Peruskiptin kosta sitt. mbl.is/ÞÖK

„Þau eru í raun alltof sein, en það breytir því ekki að þau þurfa virkilega að fara að huga að þessum málum núna,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, formaður Ljóstæknifélags Íslands.

Hinn 1. apríl 2015 tekur gildi bann við innflutningi og sölu á kvikasilfursperum, í samræmi við Evrópureglur.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hér á landi séu yfir þrjátíu þúsund kvikasilfurslampar sem skipta þarf út og til dæmis er hlutfall slíkra lampa í Reykjavík 47%. Ljóst er að þetta verður stór kostnaðarliður hjá stærri sveitarfélögum á næstu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert