„Þjóðin vill óbreytt flokkakerfi“

Lilja Mósesdóttir alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þá vitum það! Þjóðin vill óbreytt flokkakerfi og gömlu valdaflokkana við stjórn,“ segir Lilja Mósesdóttir alþingismaður á Facebook-síðu sinni í dag í tilefni af nýjasta þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna.

Þar kom meðal annars fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkur landsins með 36% fylgi og Framsóknarflokkurinn með 16%. Samfylkingin mælist með 22% og Vinstrihreyfingin - grænt framboð með 15%. Hreyfingin fær hins vegar 3% samkvæmt könnuninni.

„Ég sem hélt að fólkið í landinu vildi breytingar eftir allt sem á undan er gengið eins og vinavæðingu, brotin kosningaloforð, sérhagsmunapólitík, foringjaræði, einelti.....,“ segir Lilja.

Facebook-síða Lilju Mósesdóttur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert