Keypti Hvamm og Hvammsvík

Frá Hvammsvík
Frá Hvammsvík

Skúli Mogensen, fjárfestir og aðaleigandi MP banka, er kaupandi að jörðunum Hvammi og Hvammsvík í Hvalfirði, sem Orkuveita Reykjavíkur (OR) seldi nýlega. 

„Ég hlakka til að fást við þetta skemmtilega verkefni. Byggja þarna upp og rækta og nýta jörðina fyrir framtíðar ferðamanna- og útivistarsvæði,“ segir Skúli. Aðspurður segist hann ekki geta tjáð sig frekar að sinni um hvort eða hvenær farið verði í einhverjar framkvæmdir á jörðunum. Hann þekki staðinn nokkuð vel og finnist þetta áhugavert en sé ekki búinn að fullmóta áætlanir varðandi jarðirnar.

OR auglýsti jarðirnar Hvamm og Hvammsvík til sölu í vor en tilkynnti nýlega að jarðirnar hefðu verið seldar hæstbjóðanda á 155 milljónir króna. OR yrði áfram eigandi jarðhita. 

Í Hvammsvík hefur til margra ára verið rekin ferðaþjónusta þar sem boðið er upp á sjóstangaveiði, kajakferðir, grillveislur. Á jörðinni er níu holu golfvöllur og tjaldsvæði.

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert