Þruma úr heiðskíru lofti

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sagði á Alþingi í dag að tilkynning um að leggja ætti niður réttargeðdeildina á Sogni hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti í morgun.

„Með henni er verið að rífa formála- og aðdragandalaust með rótum upp öfluga og vel rekna heilbrigðisstofnun, sem hefur verið á þessum stað í 20 ár. Þarna er skákað í skjóli sparnaðar og óljósra faglegra ástæðna fyrir þessari ákvörðun," sagði Björgvin.

Hann sagði það óviðunandi og ámælisvert af framkvæmdastjórum Landspítalans, að taka ákvörðun um að leggja réttargeðdeildina niður án samráðs við stjórnvöld, sveitarfélagið og samfélagið eystra. Þá gengi ákvörðunin þvert á stefnu stjórnvalda í byggðamálum um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.

Fleiri þingmenn Suðurkjördæmis gagnrýndu þessa ákvörðun einnig, þar á meðal Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert