Þurfa að standa undir sér

Austan Vaðlaheiðar opnast göngin út í Fnjóskadal.
Austan Vaðlaheiðar opnast göngin út í Fnjóskadal. mbl.is

Gert er ráð fyrir að sextíu til sjötíu manns frá Íslenskum aðalverktökum starfi við gerð Vaðlaheiðarganga þegar mest verður. Sameiginlegt tilboð ÍAV og Marti Contractors Lts frá Sviss var það lægsta í gerð ganganna en tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær.

„Frá okkur verða líklega sextíu til sjötíu manns á staðnum og svo eitthvað tengt svo það gætu allt að hundrað manns komið að þessu á einhverjum tímapunkti. Það er samt erfitt að segja hvað þetta verða mörg ársverk í heildina,“ segir Karl Þráinsson, forstjóri ÍAV.

Ekkert er ákveðið með það hvort þetta verða innlendir starfskraftar eða ekki. Gangagerðin á að hefjast næsta vor en að sögn Karls hefst undirbúningur strax og gengið hefur verið frá samningum.

Ekki er þó allt í hendi því eftir á að reikna út hvort af göngunum verður. Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir að líkurnar á gerð ganganna hafi aukist því eitt tilboðanna var undir kostnaðaráætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert