Sprengt frá báðum endum

Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun voru í fullum gangi í gær.
Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun voru í fullum gangi í gær. mbl.is/RAX

Starfsmenn Ístaks eru byrjaðir að sprengja aðrennslisgöng Búðarhálsvirkjunar frá báðum endum. Það er gert til að vinna upp tafir sem orðið hafa á verkinu vegna byrjunarörðugleika.

Aðrennslisgöngin eru um fjórir kílómetrar að lengd, þau liggja frá nýju Sporðöldulóni og að væntanlegu stöðvarhúsi við Sultartangalón. Gangamenn eru búnir að sprengja sig tæpan hálfan kílómetra inn í Búðarháls, lónsmegin. Þar sem verkið hefur reynst tafsamara en áætlað var hófst sprenging ganganna hinum megin frá í vikunni. Ummál ganganna er eins og tvenn Héðinsfjarðargöng og er sprengt í tveimur lögum. Þegar efri hlutinn hefur verið opnaður í gegn verður neðri hlutinn sprengdur.

Eftirlitsmenn Landsvirkjunar með byggingu Búðarhálsvirkjunar segja að tafir við gerð ganganna ógni ekki áætlunum um gangsetningu virkjunarinnar fyrir lok ársins 2013.

Rösklega 250 menn vinna við virkjunina, flestir á vegum aðalverktakans sem er Ístak hf. Er þetta ein mesta verklega framkvæmd í landinu nú um stundir.

Við gangnamunna við Búðarhálsvirkjun.
Við gangnamunna við Búðarhálsvirkjun. mbl.is/RAX
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert