Breyttur Landspítali

Björn segir að starfsfólk spítalans hafi sýnt mikla auðmýkt og …
Björn segir að starfsfólk spítalans hafi sýnt mikla auðmýkt og þolgæði á starfsmannafundunum. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að spítalinn sé í erfiðri stöðu. Endurtekinn niðurskurður hafi breytt spítalanum og allri vinnu starfsmannanna.

„Þrátt fyrir að við höfum varað sérstaklega við því að frekari niðurskurður fjárframlaga til spítalans myndi leiða til niðurskurðar á þjónustu er okkur samt gert að skera niður um 630 milljónir á næsta ári,“ skrifar Björn í pistli á vef Landspítalans.

„Afleiðingar þessa niðurskurðar er erfitt að sætta sig við og er skiljanlegt að hann komi illa við fólk. Þó hefur verið reynt að standa að þessum niðurskurði á skynsamlegan og faglegan hátt og hafa tillögur til niðurskurðar sjaldan verið undirbúnar jafnmikið og nú,“ segir Björn ennfremur.

Þá segir Björn að starfsfólk spítalans hafi sýnt ótrúlega auðmýkt og þolgæði á starfsmannafundunum, sem haldnir voru í gær á átta stöðum um allan spítalann. Flestir hafi séð ástæðu til að hvetja menn áfram í þessari vinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert