Fréttaskýring: Spá því að 1.000 fleiri þurfi fjárhagsaðstoð

Yfir 11 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá og útlit fyrir ...
Yfir 11 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá og útlit fyrir að tölur um fjölda atvinnulausra muni hækka þegar líður á haustið. mbl.is/Kristinn

Nýjar atvinnuleysistölur fyrir september sýna að fækkað hefur í hópi langtímaatvinnulausra milli mánaða. Óvarlegt er þó að draga þá ályktun að umskipti séu að eiga sér stað.

Karl Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun, hefur ekki tæmandi skýringar á þessari fækkun nú, sem er nokkru meiri en á sama tíma í fyrra, en að hluta til sé þó áreiðanlega um árstíðabundna fækkun að ræða. Að einhverju leyti gætu líka úrræði fyrir atvinnulausa á borð við aukin námstækifæri átt hér hlut að máli.

Viðbúið er að stór hópur fólks sem hefur verið án atvinnu í langan tíma missi bótarétt sinn á næsta ári og þurfi að leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Greinilegt var á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélaga að sveitarstjórnarmenn hafa miklar áhyggjur af þessu. Frá 2006 hefur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga aukist um 62%.

Sveitarfélög þurfa að öllum líkindum að búa sig undir að ríflega 1.000 einstaklingar, sem eru að missa rétt til atvinnuleysisbóta eftir langtímaatvinnuleysi, muni á næsta ári bætast í hóp þeirra, sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fá þurfi nákvæmari upplýsingar frá Vinnumálastofnun áður en hægt er að segja fyrir um fjölgunina með vissu. „En okkur sýnist að það séu yfir þúsund manns sem koma inn á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna á næsta ári,“ segir hann.

Þótt dregið hafi úr langtímaatvinnuleysi í seinasta mánuði eru enn ríflega 2.000 manns á atvinnuleysisskrá sem hafa verið atvinnulausir í tvö ár eða lengur.

„Sveltitími“ í þrjá mánuði

Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja að bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt í a.m.k. fjögur ár og helst í fimm. Bæði ASÍ og forsvarsmenn sveitarfélaga gagnrýna breytingu sem stjórnvöld leggja til í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að eftir að þriggja ára samfelldu bótatímabili lýkur falli bætur niður í þrjá mánuði. Tímabundin heimild til atvinnuleysisbóta í fjögur ár verði framlengd með þessum takmörkum frá áramótum, og á að spara með því tæpar 800 milljónir.

Þetta hefur ekki mælst vel fyrir og tala forsvarsmenn á vinnumarkaði um þessa þrjá mánuði sem „sveltitíma“ bótaþega, sem missa bætur í þrjá mánuði og þurfa væntanlega margir að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir mjög sérstaka hugmyndafræði búa þarna að baki. ,,Við höfum ekki tekið undir þetta,“ segir Halldór, sem lagði á það áherslu á fjármálaráðstefnunni að mestu varðaði nú „að varna stjórnlausri fjölgun þeirra sem sækja fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga“.

Halldór vill endurskoða lögin og tryggja jafnræði í framkvæmd meðal fólks á landinu öllu og skoðað verði hvort binda eigi fjárhagsaðstoðina mun ákveðnari skilyrðum t.d. um þátttöku í vinnumarkaðsúrræðum, námi eða vímuefnameðferð.

Þarf að spýta í lófana

Yfir 60% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá hafa verið án atvinnu í hálft ár eða lengur. Menn eru uggandi yfir atvinnuástandinu þegar líður á haustið, að sögn Ólafs Darra. Erfiðlega hefur gengið að koma fjárfestingu í gang. „Menn þurfa virkilega að spýta í lófana.“

Festast í fátæktargildru

Óformleg könnun bendir til að 42% þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga að halda í dag eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ætla má að þarna sé að hluta til um námsmenn að ræða en einnig fólk sem misst hefur bótarétt eftir langtímaatvinnuleysi og fleiri.

„Við höfum áhyggjur af því að þarna sé um hóp að ræða, sem gæti verið að festast inni í kerfi fátæktargildru,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Um helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá hefur eingöngu lokið grunnskólaprófi en ætla má að um þriðjungur starfandi Íslendinga á vinnumarkaði hafi ekki lokið framhaldsnámi að loknum grunnskóla. „Það sem skín út úr öllum þessum tölum er að þeir standa höllustum fæti sem eru með minnstu menntunina,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Próflaus á 141 km hraða

09:36 Tæplega fertugur ökumaður sem mældist aka á 141 km hraða á Reykjanesbraut í gær hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta var í annað sinn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum undir stýri. Meira »

Fórnarlambið á fimmtugsaldri

09:33 Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Meira »

Ósonið gerir gæfumuninn

09:27 Eldislausnir eru stærsta þjónustufyrirtæki fyrir landeldi á Íslandi og býður alhliða lausnir fyrir fiskeldi. Eldislausnir eru í eigu þriggja fyrirtækja sem öll búa yfir mikilli þekkingu og reynslu úr fiskeldi og vinnu fyrir sjávarútveg. Meira »

Fá þrjú þúsund evrur vegna PIP-brjóstapúða

09:16 Meirihluti 200 íslenskra kvenna sem höfðuðu hópmálsókn gegn eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland fékk í gær greiddar bætur að fjárhæð þrjú þúsund evrur sem samsvarar rúmlega 386 þúsund krónum. Meira »

GAMMA sektað um 23 milljónir

08:52 Fjármálaeftirlitið og GAMMA Capital Management hf. hafa gert samkomulag um sátt vegna brots GAMMA sem viðurkenndi að hafa fimm sinnum brotið gegn lögum um verðbréfasjóði með því að fjárfesta í eignarhlutum í einkahlutafélögum fyrir hönd fjárfestingarsjóða í rekstri málsaðila og tilkynna ekki FME. Meira »

Þór Saari tekur þátt í prófkjöri Pírata

08:43 Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, ætlar að taka þátt í prófkjöri Pírata sem fram fer síðar í mánuðinum.  Meira »

„Mikill kraftur í Vestmannaeyjum“

08:18 „Stjórn fyrirtækisins hafði samband við mig og bauð mér ritstjórastólinn. Ég var búin að koma hugmyndum mínum á framfæri við hana og þeim var vel tekið,“ segir Sara Sjöfn Grettisdóttir, nýr ritstjóri Eyjafrétta frá 1. september sl. Meira »

Ofanflóðagarðar vígðir í Neskaupstað

08:27 Ný ofanflóðamannvirki á Tröllagiljasvæðinu í Neskaupstað voru vígð við hátíðlega athöfn í vikunni. Framkvæmdirnar voru unnar á árunum 2008 til 2017. Áhersla var lögð á að þær féllu sem best að umhverfinu og stuðluðu að bættri aðstöðu til útivistar. Meira »

Innkalla Mitsubishi Pajero

08:11 Hekla hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata. Málmflísar eru sagðar geta losnað úr púðahylkinu og valdið meiðslum en engin slík tilfelli hafa komið upp hér á landi eða í Evrópu. Meira »

Fjölgun mála með ólíkindum

07:57 „Það er með ólíkindum hvað koma mörg mál til okkar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar en mjög mikil fjölgun hefur orðið á erindum og verkefnum sem koma inn á borð Persónuverndar. Meira »

Drengirnir ekki komnir inn í framhaldsskóla

07:49 Enn eru tveir fatlaðir 16 ára drengir ekki komnir með skólavist í framhaldsskóla nú í haust. Eins og komið hefur fram í fréttum var þeim báðum synjað um skólavist vegna plássleysis. Meira »

Verða yfirheyrðir áfram í dag

07:45 Tveir menn sem voru handteknir á vettvangi alvarlegrar líkamsárásar, sem leiddi til dauða konu, hafa verið yfirheyrðir í nótt og verða yfirheyrðir áfram í dag. Væntanlega verður farið fram á gæsluvarðhald síðar í dag, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Líkur á niðurrifi á húsi OR hafa aukist

07:37 Sú leið að gera við veggi vesturhúss höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verður líklega ekki farin. Líkur á niðurrifi virðast því hafa aukist. Meira »

Sluppu ómeiddir frá bílveltu

06:03 Enginn slasaðist þegar bíll valt við Lónsá skammt fyrir utan Akureyri í gærkvöldi, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Langvía, teista, lundi og fýll á válista

05:30 Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Meira »

Stormviðvörun fyrir morgundaginn

06:42 Búist er við stormi (meira en 20 m/s) sunnantil á landinu á morgun. Spáð er mikilli rigningu á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum á morgun, segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Snúa þarf við blaðinu

05:30 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón. Meira »

Siglingar við Eyjar eru í óvissu

05:30 Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...