Fréttaskýring: Spá því að 1.000 fleiri þurfi fjárhagsaðstoð

Yfir 11 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá og útlit fyrir ...
Yfir 11 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá og útlit fyrir að tölur um fjölda atvinnulausra muni hækka þegar líður á haustið. mbl.is/Kristinn

Nýjar atvinnuleysistölur fyrir september sýna að fækkað hefur í hópi langtímaatvinnulausra milli mánaða. Óvarlegt er þó að draga þá ályktun að umskipti séu að eiga sér stað.

Karl Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun, hefur ekki tæmandi skýringar á þessari fækkun nú, sem er nokkru meiri en á sama tíma í fyrra, en að hluta til sé þó áreiðanlega um árstíðabundna fækkun að ræða. Að einhverju leyti gætu líka úrræði fyrir atvinnulausa á borð við aukin námstækifæri átt hér hlut að máli.

Viðbúið er að stór hópur fólks sem hefur verið án atvinnu í langan tíma missi bótarétt sinn á næsta ári og þurfi að leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Greinilegt var á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélaga að sveitarstjórnarmenn hafa miklar áhyggjur af þessu. Frá 2006 hefur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga aukist um 62%.

Sveitarfélög þurfa að öllum líkindum að búa sig undir að ríflega 1.000 einstaklingar, sem eru að missa rétt til atvinnuleysisbóta eftir langtímaatvinnuleysi, muni á næsta ári bætast í hóp þeirra, sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fá þurfi nákvæmari upplýsingar frá Vinnumálastofnun áður en hægt er að segja fyrir um fjölgunina með vissu. „En okkur sýnist að það séu yfir þúsund manns sem koma inn á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna á næsta ári,“ segir hann.

Þótt dregið hafi úr langtímaatvinnuleysi í seinasta mánuði eru enn ríflega 2.000 manns á atvinnuleysisskrá sem hafa verið atvinnulausir í tvö ár eða lengur.

„Sveltitími“ í þrjá mánuði

Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja að bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt í a.m.k. fjögur ár og helst í fimm. Bæði ASÍ og forsvarsmenn sveitarfélaga gagnrýna breytingu sem stjórnvöld leggja til í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að eftir að þriggja ára samfelldu bótatímabili lýkur falli bætur niður í þrjá mánuði. Tímabundin heimild til atvinnuleysisbóta í fjögur ár verði framlengd með þessum takmörkum frá áramótum, og á að spara með því tæpar 800 milljónir.

Þetta hefur ekki mælst vel fyrir og tala forsvarsmenn á vinnumarkaði um þessa þrjá mánuði sem „sveltitíma“ bótaþega, sem missa bætur í þrjá mánuði og þurfa væntanlega margir að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir mjög sérstaka hugmyndafræði búa þarna að baki. ,,Við höfum ekki tekið undir þetta,“ segir Halldór, sem lagði á það áherslu á fjármálaráðstefnunni að mestu varðaði nú „að varna stjórnlausri fjölgun þeirra sem sækja fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga“.

Halldór vill endurskoða lögin og tryggja jafnræði í framkvæmd meðal fólks á landinu öllu og skoðað verði hvort binda eigi fjárhagsaðstoðina mun ákveðnari skilyrðum t.d. um þátttöku í vinnumarkaðsúrræðum, námi eða vímuefnameðferð.

Þarf að spýta í lófana

Yfir 60% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá hafa verið án atvinnu í hálft ár eða lengur. Menn eru uggandi yfir atvinnuástandinu þegar líður á haustið, að sögn Ólafs Darra. Erfiðlega hefur gengið að koma fjárfestingu í gang. „Menn þurfa virkilega að spýta í lófana.“

Festast í fátæktargildru

Óformleg könnun bendir til að 42% þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga að halda í dag eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ætla má að þarna sé að hluta til um námsmenn að ræða en einnig fólk sem misst hefur bótarétt eftir langtímaatvinnuleysi og fleiri.

„Við höfum áhyggjur af því að þarna sé um hóp að ræða, sem gæti verið að festast inni í kerfi fátæktargildru,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Um helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá hefur eingöngu lokið grunnskólaprófi en ætla má að um þriðjungur starfandi Íslendinga á vinnumarkaði hafi ekki lokið framhaldsnámi að loknum grunnskóla. „Það sem skín út úr öllum þessum tölum er að þeir standa höllustum fæti sem eru með minnstu menntunina,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rafmagnslaust fyrir austan

Í gær, 23:44 Rafmagnslaust er á Egilsstöðum og Héraði. Að sögn fréttaritara mbl.is á Egilsstöðum er þar allt svart. Einu ljósin sem sjást eru frá flugvellinum og sjúkrahúsinu en gera má ráð fyrir að í þeim tilvikum sé keyrt á varaafli. Meira »

Kaup og viðgerðir kosta 7.516 milljónir

Í gær, 23:09 Það mun kosta Orkuveitu Reykjavíkur 7.516 milljónir króna, sjö og hálfan milljarð, að kaupa og lagfæra höfuðstöðvar félagsins. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálstjóra Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Meira »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

Í gær, 21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

Í gær, 21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

Í gær, 20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

Í gær, 20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

Í gær, 19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

Í gær, 19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

Í gær, 18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

Í gær, 18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

Í gær, 18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

Í gær, 17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

Í gær, 16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

Í gær, 16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

Í gær, 15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

Í gær, 16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

Í gær, 15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

Í gær, 15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - HOLIDAY: 4 we...
Trúlofunar og giftingarhringar frá Ernu
Dömuhringurinn á myndinni er með íolít eðalsteini sem numinn var á Indlandi. Íol...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Það blæðir úr morgunsárinu, tölus., áritað, Jónas E. Svafár, Spor...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...