Jón Ásgeir kom með bónuspoka

Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir koma í héraðsdóm í …
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir koma í héraðsdóm í dag. mbl.is/Kristinn

Jón Ásgeir Jóhannesson kom með skjalamöppu í Bónuspoka í Héraðsdóm Reykjavíkur nú í morgun þegar aðalmeðferð hófst í skattamáli gegn honum og fleirum sem tengjast Baugi. Hann kom einnig með Bónuspoka til aðalmeðferðarinnar í Baugsmálinu fór fram árið 2007.

Hin ákærðu í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir og Tryggvi Jónsson og félögin Baugur Group hf. og Gaumur.

Ákært er vegna meintra skattalagabrota, persónulega og í starfi hjá Baugi.

Saksóknari ríkislögreglustjóra í skattsvikamálinu er Helgi Magnús Gunnarsson og dómsformaður er Pétur Guðgeirsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert