Ákvað hvernig talið var fram

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag mbl.is/Ómar Óskarsson

Stefán Hilmarsson, fyrrum endurskoðandi Baugs og Gaums, sagði fyrir dómi í dag að hann hefði ákveðið að iðgjöld vegna líftrygginga, sem ákært er vegna í skattahluta Baugsmálsins, hefðu ekki verið talin til hlunninda í samræmi við skattaframkvæmd. Þá sagði hann að einn ákæruliðurinn sem beinist gegn Kristínu Jóhannesdóttur væri til kominn vegna hans eigin mistaka.

Bæði Tryggvi Jónsson og Jón Ásgeir Jónsson eru ákærðir vegna þess að iðgjaldagreiðslur á líftryggingum þeirra og fleiri stjórnenda hjá Baugi voru ekki gefnar upp til skatts. Fyrir dómi í gær sagði Jón Ásgeir að í einhverjum tilvikum hefðu líftryggingar verið greiddar, í sumum tilvikum sjúkratryggingar og einhverjum tilvikum væri um lífeyrissparnað að ræða. Hann ítrekaði að útreikningur á launum og hlunnindum lykilstarfsmanna hefði verið í höndum endurskoðunarfyrirtækisins KPMG. Hann hefði ekki komið að þessum útreikningum heldur hefðu þeir verið í höndum fagaðila.
Tryggvi Jónsson sagði fyrir dómi í gær að þar sem borguð hefðu verið iðgjöld af tryggingunum mánaðarlega hlytu þetta hlytu að vera einhverjar aðrar greiðslur en eingöngu líftryggingagreiðslur.

Stefán sagði fyrir dómi nú í morgun að um hefði verið að ræða meira en eingöngu líftryggingar, þetta hefðu líka verið vegna sjúkratrygginga. Þessi kostnaður hafi ekki talinn frádráttarbær fyrir Baug og því hefði félagið borgað skattinn af þessu. Þetta hafi verið gert miðað við viðtekna skattaframkvæmd á þessum árum og í samræmi við þrjá úrskurði yfirskattanefndar frá 1997. Hann sagði aðspurður af verjanda Jóns Ásgeirs, að hann hefði sjálfur tekið ákvörðun um þetta í samráði við Önnu Þórðardóttur. Jón Ásgeir hefði ekki komið nærri ákvörðuninni og jafnvel þótt hann hefði kynnt sér skil á staðgreiðslusköttum Baugs hefði hann ekki getað séð hvernig þessum málum var háttað.

Varðandi niðurfærslu á hlutafé í sænsku pizzufyrirtæki upp á um 74 milljónir. Stefán sagði að þetta hlutafé hefði verið talið tapað og því verið fært niður í reikningsskilum en hins vegar láðst að bakfæra það á skattaframtali. Þetta væru hans mistök. Um það ákæruatriði að Gaumur hafi vantalið söluhagnað upp á ríflega 900 milljónir sagði Stefán að í því tilviki hafi verið frestað að telja fram söluhagnað, í samræmi við reglur. Kristín hefði ekki gefið nein fyrirmæli um hvernig ætti að færa þessi viðskipti til bókar enda hefði það einfaldlega verið gert í samræmi við gildandi reglur.

Verjendur Jóns Ásgeirs, Tryggva og Kristínar spurðu skjólstæðinga sína öll að því í gær hvort þau hefðu fært bókhald fyrirtækjanna, skilað skattframtölum eða skilagreinum og fengu þau svör í öllum tilvikum að svo hefði ekki verið.
Jón Ásgeir sagði að hann hefði ekki sjálfur séð um skattframtöl sín á því tímabili sem ákæran tekur til heldur hefði annars vegar Ragnar Þórhallsson og hins vegar Stefán Hilmarsson séð um það.

Stefán sagði fyrir dómi í dag að Ragnar hefði séð um framtölin 1998 og 1999. Frá og með þeim tíma urðu skattskilin rafræn og eftir það sá Ragnar um að safna upplýsingum og gera uppkast en Stefán fór yfir þau og skilaði þeim inn til KPMG, endurskoðunarfyrirtækisins. Jón Ásgeir hafi treyst þeim fyrir framtalinu og Stefán hafi eitt sinn áritað það fyrir hönd Jóns Ásgeirs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rafmagnslaust í Kópavogi

10:47 Rafmagnslaust er í nokkrum götum í Kópavogi vegna háspennubilunar. Tilkynningu þess efnis er að finna á vef Veitna.   Meira »

Hellaferðir í uppnámi vegna fyrirsagnar

10:16 „Fréttin er kannski ekki röng en framsetningin er afar dúbíus,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi South East ehf. Ferðaþjónustuaðilar á Suðausturlandi eru sumir hverjir afar ósáttir við framsetningu fyrirsagnar á fréttamiðlinum Vísi, sem segir að eldsumbrot séu hafi í Öræfajökli. Meira »

Fyrsta íslenska kattakaffihúsið

10:10 Stefnt er að því að fyrsta íslenska kattakaffihúsið opni fyrir jól á Bergstaðastræti. „Við erum miklar kattakonur og nú þegar gæludýr eru leyfð á veitingastöðum ákváðum við að nota tækifærið og koma í framkvæmd hugmynd sem við höfum brætt með okkur,“ segir Gígja Björnsson, sem undirbýr opnun Kattakaffihúss á Bergstaðastræti 10a. Meira »

Bílalestin lögð af stað yfir heiðina

10:00 Talsverður fjöldi fólks var í nótt veðurtepptur í Varmahlíð þar sem Öxnadalsheiði var lokuð. Sumir voru þarna aðra nóttina í röð. Allt að 20 flutningabílar stilltu sér upp meðfram þjóðvegi 1 meðan beðið var, en núna á tíunda tímanum var heiðin aftur opnuð og er bílalestin farin af stað austur eftir. Meira »

Alvarlegt umferðarslys á Miklubraut

08:59 Alvarlegt umferðarslys varð á Miklubraut nú fyrir skömmu. Sjúkrabílar, lögreglubílar og slökkviliðsbíll hafa verið sendir á staðinn og hefur lögregla lokað Miklubraut frá Grensásvegi austur. Meira »

Mælirinn datt út í Hamarsfirði

08:32 Fjöldi vega um landið er enn lokaður vegna óveðurs og ófærðar. Vegagerðin er byrjuð að moka á Norðurlandi, en fyrir austan Akureyri er beðið með mokstur vegna óveðurs. Holtavörðuheiði er einnig enn lokuð. Meira »

Fæðingum á landsvísu hefur fækkað

08:18 Samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeildum stærstu sjúkrahúsa á landinu hefur fæðingum eilítið fækkað á milli ára. Á þessu ári hafa fæðingar verið um 3.340 talsins en voru um 3.360 á sama tíma í fyrra. Meira »

Kosið um nýja forystu Bjartrar framtíðar

08:20 Kosið verður um nýja forystu hjá Bjartri framtíð í dag á aukaráðsfundi sem fram fer á Hótel Cabin. Kosið verður um embætti formanns flokksins og stjórnarformanns, en um síðustu mánaðamót hætti Óttarr Proppé sem hafði verið formaður flokksins og Guðlaug Kristjánsdóttir sem var stjórnarformaður. Meira »

Lögsækir heilabilaðan öryrkja

07:57 Lýður Ægisson, 69 ára gamall öryrki með heilabilun og hreyfihömlun, fékk fyrr í vikunni átta daga frest til að greiða rúmlega einnar og hálfrar milljónar króna kröfu hjúkrunarheimilisins Eirar, þar af er hálf milljón í vexti. Meira »

Tilboð í eignir á Laugum of lágt

07:37 Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að gera fyrirtæki sem lagt hefur fram tilboð í allar eignir sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal gagntilboð. Meira »

Viðvörun áfram í gildi fram eftir degi

07:30 Búast má við norðvestanátt á austanverðu landinu í dag, 15-23 m/s og éljum. Með deginum á að draga úr vindi og úrkomu og á morgun er spáð hægviðri og léttskýjuðu veðri á Austurlandi. Frost víða 3 til 8 stig. Meira »

Fangageymslur lögreglu fullar

07:11 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti ökumanni sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna eftirför á fimmta tímanum í nótt. Sinnti ökumaðurinn ekki stöðvunarmerkjum og hófst því eftirför. 60 mál komu í heildina upp hjá embættinu og eru fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Tvöfalt fleiri kennarar á sjúkradagpeningum

05:30 Útlit er fyrir að fjöldi þeirra kennara sem fá sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins muni tvöfaldast á milli ára og að stór hluti af heildarútgjöldum sjóðsins verði vegna þessara greiðslna. Meira »

Netárásir eru vaxandi atvinnugrein

05:30 Landsmenn kunna að hafa fundið fyrir auknu áreiti svindltölvupósta, sem stundum eru kallaðir Nígeríubréf, þar sem reynt er að sannfæra viðtakanda um að hans bíði umbun í formi peninga fari hann eftir fyrirmælum póstanna. Meira »

Kaupir íbúðir fyrir 2,5 milljarða

05:30 Reykjavíkurborg hefur í haust keypt 73 félagslegar íbúðir fyrir um 2,5 milljarða króna. Þar af eru 24 í byggingu á Grensásvegi 12. Meðalverð íbúðanna er 34,12 milljónir kr. og kostar fermetrinn að meðaltali rúmar 434 þúsund. Meira »

Valsmenn klofnir í herðar niður

05:30 Alvarlegur klofningur er kominn upp meðal hluthafa í félaginu Valsmenn hf. Félagið var stofnað um verðmætar eignir á Hlíðarenda en því var ætlað að standa vörð um eignirnar með hagsmuni Knattspyrnufélagsins Vals að leiðarljósi. Meira »

Vilja vinnubúðir fyrir erlenda verkamenn

05:30 „Hugsunin hjá okkur er tvíþætt. Annars vegar að skapa almennilegt búsetuúrræði fyrir erlenda starfsmenn og hins vegar að létta aðeins á þessum fasteignamarkaði,“ segir Eiríkur Ingvar Ingvarsson, framkvæmdastjóri Somos ehf. Meira »

Allt að 50 flóttamenn koma

05:30 Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...