Hummerinn var brotajárn

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, flytur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, flytur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn

Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, sagði fyrir dómi í dag að Jón Ásgeir sonur hans hefði ekki notað, a.m.k. ekki neitt að ráði, þrjá bíla sem voru í eigu Gaums. Porcshe 911 bíllinn hafi frekar verið fjárfesting og fyrrverandi eiginkona Jóns Ásgeirs hafi verið með Cherokee-jeppann. Hummerinn hafi flokkast sem brotajárn.

Jón Ásgeir er ákærður fyrir að hafa haft afnot af bílunum án þess að greiða skatt af þeim hlunnindum.

Í málinu hefur töluvert verið fjallað um hver það var sem ákvað að fyrrum eiginkona Jóns Ásgeirs skyldi aka um á Cherokee-jeppa sem var í eigu Gaums, fjölskyldufyrirtækis Bónus-fjölskyldunnar.

Fyrir dómi í dag sagði Jóhannes að afnotin hafi verið með hans samþykki en Jóhannes var framkvæmdastjóri Gaums fram til 1999 þegar Kristín, dóttir hans, tók við. Hún hafi verið hluthafi í fyrirtækinu og eðlilegt að hún nyti hlunninda af því. Inntur eftir því hvort Kristín hefði starfað fyrir Gaum sagði Jóhannes að hún hefði starfað við að breiða út fagnaðarerindið, þ.e. um gæði fyrirtækisins.

Jóhannes sagði jafnframt að kaupin á Porsche-bifreiðinni hefði verið fjárfesting enda hefðu þessir bílar hækkað í verði eftir því sem þeir urðu eldri. „Hummerinn flokkast nú frekar undir brotajárn heldur en bifreið," sagði hann. 

Aðspurður sagði Jóhannes að Jón Ásgeir hefði sjálfsagt getað notað þessa bíla en hann efaðist um að hann hefði komist yfir það, svo marga bíla hefði hann átt sjálfur.

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, vísaði í yfirheyrslunni til skýrslu Jóhannesar þar sem m.a. hefði komið fram að Jón Ásgeir hefði einmitt haft afnot af fyrrnefndum bílum auk fleiri tækja, s.s. snjósleða. Jóhannes kvaðst ekki muna glöggt eftir þessu, enda langt um liðið. „Já, já, þetta voru náttúrulega smámunir á þessum tíma," sagði hann.

Síðar sagðist hann sjálfur hafa átt um 150 bíla í gegnum tíðina en það hafi ekki verið ofarlega í hans huga að fylgjast með hvernig staðið var að skilum á þeim afnotum.

Jón Ásgeir og Kristín eru bæði ákærð fyrir skattsvik í tengslum við sameiningu Bónuss og Hagkaupa. Jóhannes kvaðst ekki telja að Kristín hefði komið neitt nálægt samningsgerðinni enda hefði hún verið búsett í Danmörku á þessum tíma. Færustu menn hefðu verið fengnir til ráðgjafar. Sjálfur hefði hann mjög lítil afskipti haft af þessum málum.

Jóhannes Jónsson
Jóhannes Jónsson mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Innlent »

Líkamsárás við Melgerði

06:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás við Melgerði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ráðist hafði verið á mann á sjötugsaldri er hann kom að mönnum inni á heimili sínu. Meira »

Gleymdi tönnunum á veitingastaðnum

06:12 Veitingahús við Austurstræti í miðborginni óskaði eftir aðstoð lögreglu um hálfsjöleytið í gærkvöldi þar sem að ölvaður viðskiptavinur hafði skilið gervitennur sínar eftir á borði veitingastaðarins er hann yfirgaf staðinn. Meira »

„Verra en við héldum“

05:30 „Vandamálið er umfangsmeira en ég hélt og við konur vissum almennt af. Þetta er verra en við héldum. Margar héldu að saga þeirra væri einstök og fannst ekki rétt að segja hana. En þegar þú sérð margar aðrar konur segja sína sögu áttarðu þig kannski betur á hversu umfangsmikið þetta er.“ Meira »

Ásókn í Vatnsmýrina

05:30 Félag tengt Róberti Wessman hefur selt hluta af svonefndum E-reit á Hlíðarenda í Reykjavík til leigufélagsins Heimavalla. Samkvæmt tillögu að skipulagi verður heimilt að reisa allt að 178 íbúðir á reitnum. Meira »

Greiðslur úr sjúkrasjóðum vaxa mikið

05:30 Greiðslur til launafólks úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga hafa aukist verulega á þessu ári.   Meira »

Bankarnir hafa greitt til Fjármálaeftirlitsins hátt í fimm milljarða á fimm árum

05:30 Síðastliðin fimm ár nemur heildarfjárhæð eftirlitsgjalds sem viðskiptabankanir þrír greiða til Fjármálaeftirlitsins samtals 4,7 milljörðum króna. Meira »

Þingsetningin má bíða í nokkra daga

05:30 Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að senn komi að því að taka þurfi ákvörðun um að kalla Alþingi saman, en sá tími sé samt sem áður ekki runninn upp. Meira »

Einfalt að leiðrétta þessi mistök

05:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að engin undanþáguákvæði séu fyrir hendi, sem hægt er að beita, til þess að víetnamska stúlkan, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, geti dvalið hér þar til lögum hefur verið breytt. Meira »

Þurfti að þíða bremsur póstbílsins

05:30 Heitt vatn á brúsum þurfti til að þíða frosnar loftbremsur póstflutningabíls sem festist í Hæðarsteinsbrekku, efstu brekkunni sunnan á Holtavörðuheiði, í fyrrakvöld. Meira »

Bjóða upp Kjarval og fágæta forngripi

05:30 Nokkrir íslenskir forngripir og málverk verða seld á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn á næstunni.  Meira »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Leiguíbúð á Spáni.
Góð íbúð í Torreiveja á Spáni til leigu. Laus til 16. Des. Upplýsingar í síma 89...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...