Ræðir framtíð fjármálakerfisins

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/GSH

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, mun ræða framtíð fjármálakerfisins á hádegisfundi á morgun sem Félag frjálslyndra jafnaðarmanna stendur fyrir á Kaffi Sólon undir yfirskriftinni „Nýtt vín á gömlum belgjum? Framtíðarmynd fjármálakerfisins".

„Er núverandi mynd fjármálakerfisins á Íslandi komin til að vera? Er kerfið enn of stórt? Mun það geta þjónað atvinnulífi og nýsköpun, meðan eignarhald er að mestu leyti hjá kröfuhöfum sem vilja fyrst og fremst hámarka heimtur af eignasöfnum? Hvernig ætti eignarhald á bönkum að vera í framtíðinni?" er meðal þeirra spurninga sem ætlað er að svara á fundinum, samkvæmt tilkynningu fundarboðanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert