Fer í leyfi meðan málin eru könnuð

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Ómar

Minnst fjórar konur sem starfa hjá Arion banka segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanns innan bankans. Bankinn staðfestir að málefni starfsmannsins hafi verið til athugunar innan bankans að undanförnu.

„Bankinn lítur mál af þessum toga mjög alvarlegum augum. Í jafnréttisstefnu bankans kemur skýrt fram að kynferðisleg áreitni og einelti skal aldrei liðið og eftir þeirri stefnu störfum við,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka. Engar formlegar kvartanir hafa borist bankanum vegna málsins en bankinn hefur fallist á beiðni starfsmannsins sem á í hlut um tímabundið leyfi frá störfum þar til málið hefur verið kannað til hlítar.

Arion banki mun njóta aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga til að kanna þetta tiltekna mál og hefur hópur sérfræðinga þegar tekið til starfa og segir Haraldur að fyllsta trúnaðar verði gætt við þá vinnu gagnvart öllum hlutaðeigandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert