Hreppamenn minnast Liszts

Frá tónleikunum á Flúðum í dag.
Frá tónleikunum á Flúðum í dag. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

nleikar voru haldnir á Flúðum í dag til að minnast þess, að þennan dag fyrir 200 árum fæddist ungverska tónskáldið og píanósnillingurinn Franz Liszt.

Karlakór Hreppamanna söng lög eftir Liszt við texta eftir þá Gylfa og Hrein Þorkelssyni. Undirleikari og stjórnandi eru ungversku hjónin Edit Molnár og Miklós Dalmay. Einnig kom fram unglingakór Selfosskirkju, í einu laganna sungu 12 félagar úr Karlakór Hreppamanna. Þá lék Miklós Dalmay tvö píanóverk eftir Liszt. 

Tónleikarnir verða endurteknir í ráðhúsi Þorlákshafnar nk. mánudagskvöld, í Salnum í Kóðavogi þriðjudagskvöld og í Selfosskirkju á miðvikudagskvöld. Allir tónleikarnir hefjast kl 20. Í Salnum Selfosskirkju kemur einnig fram hinn kunni söngvari Ágúst Ólafsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert