Jóhanna sjálfkjörin

Jóhanna Sigurðardóttir leggur rós í vasa í minningarathöfn, sem fór …
Jóhanna Sigurðardóttir leggur rós í vasa í minningarathöfn, sem fór fram á landsfundinum í gærkvöldi um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Noregi. mbl.is/Golli

Ekkert varð af formannskjöri, sem var á dagskrá landsfundar Samfylkingarinnar klukkan 11 í dag. Eina gilda framboðið sem barst var frá Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi formanni og forsætisráðherra, og var hún því sjálfkjörin.

Kjör varaformanns er á dagskrá fundarins eftir hádegi en framboðsfrestur í embættið rennur út klukkan 13. Til þessa hefur aðeins eitt framboð borist, frá Degi B. Eggertssyni, núverandi varaformanni.

Síðar í dag verður kjörið í embætti ritara flokksins en Bergvin Oddsson og Helena Þ. Karlsdóttir hafa boðið sig fram í það embætti.  Landsfundinum lýkur á morgun en þá fer fram kjör í embætti gjaldkera flokksins, þar sem Hilmar Kristinsson Vilhjálmur Þorsteinsson hafa boðið sig fram, og formanns framkvæmdastjórnar þar sem Margrét S. Björnsdóttir gefur kost á sér áfram.

Vefur Samfylkingarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert