Auglýst eftir eigendum katta

Bröndóttur, ómerktur köttur fanns á Laugarbraut og auglýsir dýraeftirlitsmaður eftir …
Bröndóttur, ómerktur köttur fanns á Laugarbraut og auglýsir dýraeftirlitsmaður eftir eiganda hans.

Eitt af fyrstu verkefnum nýráðins dýraeftirlitsmanns á Akranesi er að fanga ómerkta ketti. Átak í því hófst í byrjun mánaðarins.

Kettir sem fangaðir eru í þessu átaki eru auglýstir á heimasíðu kaupstaðarins. Munu eigendur hafa 7 daga til að vitja dýra sinna en að þeim tíma liðnum má reikna með að þeim verið ráðstafað með öðrum hætti, að því er fram kemur í frétt á vef Akraneskaupstaðar.

Upplýsingar um fönguð dýr má nú finna á vef Akraneskaupstaðar, en í flýtileiðum á forsíðu má finna hlekkinn „dýrahald“ og þar eru birtar upplýsingar um fönguð dýr, með ljósmynd og upplýsingum um hvar þau fundust. 

Vefur Akraneskaupstaðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert