Er að rifna úr stolti og gleði

Rúnar Rúnarsson tekur við Fipresci-verðlaununum fyrir Eldfjall.
Rúnar Rúnarsson tekur við Fipresci-verðlaununum fyrir Eldfjall.

„Við erum öll að rifna úr stolti og gleði,“ segir leikstjórinn Rúnar Rúnarsson en kvikmynd hans Eldfjall hlaut Gullna úlfinn, fyrstu verðlaun, á kvikmyndahátíðinni í Montréal auk gagnrýnendaverðlauna. Þá hlaut hún silfurverðlaun á kvikmyndahátíð í Chicago um síðustu helgi. Hann segir velgengnina hafa farið fram úr björtustu vonum.

Rúnar segir myndina vera á leiðinni á fjölmargar kvikmyndahátíðir og sjálfur komist hann ekki nema á hluta þeirra. „Ég þyrfti að klóna sjálfan mig mörgum sinnum ef ég ætti að fylgja myndinni út um allt,“ segir Rúnar. Eftir helgi fer hann á tvær hátíðir á Spáni, því næst fer hann til Úkraínu og Þýskalands. „Ég verð í ferðatöskum fram að jólum!“

Meðfram ferðalögum á kvikmyndahátíðir er Rúnar að undirbúa nýtt handrit. „Sú mynd verður í anda unglingamynda sem ég hef gert í stuttmyndunum og gerist á litlum stað úti á landi. Þar verður aðalhetjan ekki 67 ára gamall karl heldur 13 ára.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert