Ummæli á þingi ekki pólitísk afskipti

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir ummæli þingmanna um ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra Bankasýslu Ríkisins ekki geta flokkast sem pólitísk afskipti. Hann segir ríkja málfrelsi á þingi og þingmönnum sé frjálst að segja sinn hug og beri ábyrgð á þeim ummælum.

Ráðherra hafi hinsvegar ekki skipt sér af ráðningarferlinu og að Íslendingar ættu þjóða best að vita um skaðleg áhrif pólitískra afskipta af rekstri ríkisbanka. Árnir segir jafnframt að ekki hafi komið til tals að leggja stofnunina niður og að þrátt fyrir byrjunarörðugleika í rekstri hennar sé hún mikilvæg til að skapa trúverðugleika á bankasýslu sem sé óháð pólitískum afskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert