Vantöldu hundruð milljóna

Lúxemborg
Lúxemborg mbl.is/Ómar

Dæmi eru um að einstaklingar og félög hafi ekki talið fram tekjur upp á hundruð milljóna króna vegna hagnaðar af afleiðuviðskiptum á árunum fyrir hrun. Þessi viðskipti þrifust í skjóli bankanna sem ekki skiluðu alltaf fjármagnstekjuskatti.

Eftir hrun rannsakaði starfshópur á vegum skattayfirvalda hvort eitthvað í starfsemi bankanna fyrir hrun hefði falið í sér brot á skattalögum. Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að verulega hefði skort á að bankarnir hefðu í öllum atriðum fylgt lögum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði að í framhaldi af þessari vinnu hefðu skattayfirvöld einkum einblínt á mál þar sem bæði einstaklingar og félög hefðu ekki greitt skatta af ýmiss konar afleiðuviðskiptum. „Þarna er um mál að ræða þar sem vantaldar tekjur nema hundruðum milljóna,“ sagði Bryndís. „Næsta skref er að ákveða hver refsimeðferðin eigi að vera í þessum málum. Þessi mál öll ættu að klárast á næstu mánuðum.“

Stór hluti af starfsemi embættis skattrannsóknarstjóra varðar mál sem tengjast hruninu. Bryndís sagði að þó að margvíslegar upplýsingar hefðu borist um eignir Íslendinga erlendis væri erfitt að fá upplýsingar frá Lúxemborg, en ljóst væri að hægt væri að rekja eignir Íslendinga í skattaskjólum víða um heim í flestöllum tilvikum til Lúxemborgar. Þræðirnir lægju allir þangað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert